Þjöppumælingar

Þjöppumælingar / Plötupróf

Mælum þjöppun malarfyllinga í húsgrunnum, vegum og mannvirkjagerðm

Einnig burðgetu staura sem notaðir eru sem undirstöður fyrir hús og önnur mannvirki

Almennt um grundun á malarfyllingum

Plötupróf eru gerð þegar hús eru grunduð á malarfyllingu. Þegar hús eru grunduð á slíkum fyllingum þá eru sökklar ekki látnir ganga niður á klöpp heldur hvíla þeir á vel þjappaðri fyllingu / púða en þá þarf jafnframt að staðfesta þjöppunina með plötuprófi. Oft er af því mikið hagræði að grunda hús á slíkri fyllingu. Sparast við það vinna við mótauppslátt og steypu þar sem sökklar þurfa ekki að vera eins háir. Ef grundað er á malarfyllingu nægir að vera með 800 mm háa sökkla undir flestum húsum. Oft fer mikil vinna í að fella sökkulmót að ójöfnu klapparyfirboði og sjaldan hægt að nota hefðbundin steypumót til þess. Þegar sökklum er slegið upp á malarpúða er undirlagið undir sökkla hinsvegar slétt og því auðvelt að nota mót eða forsteyprar einingar. Hvort heldur sem grundað er á klöpp eða malarfyllingu fara í verkið jafn margir rúmmetrar af möl. Vinnuhagræðið getur hins vegar verið töluvert við að láta sökklana standa á malarpúða.

Fróðleiksmolar um plötupróf / þjöppupróf / þjöppumælingar

Plötupróf eru framkvæmd til að staðfesta þjöppun malarfyllinga. 5,5 tonna álag er í tvígang sett á hringlaga plötu sem er 455 mm í þvermál og sig hennar mælt. Teiknað er upp línurit sem sýnir sig sem fall af álagi og eru hallatölur ferlanna, E1 og E2, reiknaðar á ákveðinn hátt og eru nokkurskonar stífleikastuðlar fyllingarinnar. E1 er reiknað út frá fyrra álagsprófinu og E2 er reiknað út frá því síðara. Ef fyllingin er illa þjöppuð þá verður mikill munur á milli E1 og E2. Ef illa er þjappað þá sígur platan mikið þegar álagið er í fyrsta sinn sett á hana og hallatalan, þ.e. E1 verður lág. E1 er notað við útreikninga á væntanlegu sigi mannvirkisins sem á fyllinguna kemur. E2 er fræðilegt gildi sem gefur upplýsingar um eiginleika efnisins. þ.e. hve mikið er hægt að þjappa það. Algengar kröfur eru að E2 eigi að vera hærra en 80 til 120 Mpa og að hlutfallið E2/E1 sé lægra en 2,3 til 2,5.

Hús grunduð á malarfyllingum standa betur af sér jarðskjálfta og skemmdir verða minni á þeim mannvirkjum. Ástæðan er að í malarfyllingunni á sér stað ákveðin dempun á jarðskjálftabylgjunum. Þannig ná jarðskjálftabylgjurnar ekki að hríslast eins um mannvirkið eins og gerist þegar það stendur með sökklana beintengda við titrandi bergið. Hluti af hreyfingu bergsins nær ekki í gegnum fyllinguna og upp í sökklana. Í jarðskjálftum glamrar minna í diskum og bollum í húsum grunduðum á malarfyllingum og áraun á húsið og burðarvirki þess verður minni.

Meðal verkefna okkar eru:

Háskólinn í Reykjavík
Tónlistarhúsið Harpa í Reykjavík
Háskólatorg, tengibygging Háskóla Íslands
Staðarskóli, Reykjavík
Viðbygging Menntaskólans við Hamrahlíð
Viðbygging Vogaskóla, Vogum Vatnsleysuströnd.
Breikkun Reykjanesbrautar til Keflavíkur
Lenging flugbrautarinnar á Akureyri
Nýi Staðarskálinn í Hrútafirði
Stjórnsýsluhús Hvalfjarðarstrandahrepps
Reiðhöllin í Mosfellsbæ
Verslun Krónunnar, Vallarkór, Kópavogi
Verslun Bauhaus, Reykjavík
Undirgöng undir Reykjanesbraut við Smárann í Kópavogi
Viðbygging við Hjúkrunarheimilið Eir Grafarvogi
Gatnagerð í Helgafellslandi
Gatnagerð á Völlunum Hafnarfirði
Gatnagerð í Leirvogstungu, Mosfellsbæ
Gatnagerð, Þrastarhöfða, Mosfellsbæ
Breikkun vegarins yfir Hellisheiði
Gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar ásamt brúargerð og tengivegum
Lenging Arnarnesvegar við Hnoðraholt, Kópavogi
Undirstöður fyrir brú við stækkun Búrfellsvirkjun
Dalskóli, Reykjavik
Hjúkrunarheimili Seltjarnarnes
Stækkun á Hótel Örk, Hveragerði
Hörpureiturinn, Hótel
Austurhöfn, Rvk
Varnadæluhús, Vestmannaeyjum
Æfingavöllur Stjörnunnar, Garðabæ
Hótel Katla
Hólel Vík
Landspítali, Rannsóknarhús
Urriðaholtsskóli
Vatnsendaskóli
Fjölbýlishús
Raðhús
Parhús
Einbýlishús
Staura undirstöður undir dæluhús Selfossveitna í Flóanum
o.s.frv., o.s.frv.

En hvaða kröfur eru gerðar til þjöppumælinga og hversvegna er verið að krefjast þeirra?

                                                     Gildi skv kröfum             Reiknað gildi á E1 skv kröfum

Algengasta krafan (1)             E2  > 120 Mpa     E2/E1 < 2,3     E1 > 52 Mpa

Algeng krafa (2)                        E2 > 120 Mpa     E2/E1 < 2,4       E1 > 50 Mpa

Algeng krafa (3)                        E2 > 120 Mpa     E2/E1 < 2,5      E1 > 48 Mpa

Algeng krafa í vegagerð (4)     E2 > 100 Mpa      E2/E1 < 2,5     E1 > 40 Mpa

Fágæt krafa í dag                     E2 > 120 Mpa      E2/E1 < 2,2     E1 > 55 Mpa