Hnitasett smákort

Myndin hér að ofan sýnir hnitasett smákort gert af Verkfræðistofu FHG í nóvember 2018 og sýnir skriðuna sem féll í Hítardal 7. júlí 2018 og lokaði farvegi Hítarár. Eins sjást þær leiðir sem voru skoðaðar og magnteknar í þeim tilgangi að velja besta kostinn til að endurheimta ána.

Fimm ástæður fyrir að panta hnitasett smákort:

Nota við magntökur

Nota sem grunnmynd undir teikningar við hönnun og skipulagsvinnu

Til að gera "Eins og byggt" teikningar

Búa til hnitaskrá

Fylgjast með framkvæmdum og framvindu

 

Myndband sem sýnir þrívítt húslíkan inni í punktaskýi hnitasetta smákortsins

 

 

Þrívítt húslíkan inni í punktaskýi hnitasetta smákortsins

Magntökur

Svona viljum við standa að mælingum og magnreikningum

 

Óhreyft yfirborð mælt og myndað og búið til hnitasett smákort af svæðinu

Gert hnitasett smákort af svæðinu og lagt yfir það net punkta og þríhyrninga til að nota við útreikninga á því hve mörgum rúmmetrum var ekið upp úr grunninum

Botnmæling og myndataka framkvæmd þegar uppgreftri er lokið

Gert hnitasett smákort af svæðinu og lagt yfir það net punkta og þríhyrninga til að nota við útreikninga á því hve mörgum rúmmetrum var ekið upp úr grunninum

Niðurstaða útreikninga þegar þessi tvö yfirborð eru borin saman, sjá myndirnar tvær hér beint fyrir ofan, niðurstöður þeirra útreikninga er að finna á skýrslunni hér við hliðina.  

Það er notast við gisið net punkta og þríhyrninga í þessum útreikningum. Auðvelt er að margfalda fjölda þessara punkta og þétta þar með net þríhyrninganna. Þetta hefði í för með sér að nákvæmni í útreikningum á því magni sem fjarlægt var verður enn nákvæmara. Þessu yfirborði væri hægt að lýsa með 20 til 30 milljón punktum. Nákvæmni í þeim magntölum eru þá í raun upp á einhverjar hjólbörur til eða frá.

Einnig má fletta saman yfirborðsmælingu með hnitasettum smákortum og hefðbundinni botnmælingu

Hér hófst verk með því að gert var hnitasett smákort af svæðinu og óhreyft yfirborðið þar með mælt með þeirri nákvæmni sem smákortin bjóða upp á.

Þetta er punktaskýið, tekið upp úr hnitasetta smákortinu, sem notað var við magreikningana.

Eftir gröft og fleygun var botninn mældur. Bleika netið, þríhyrningarnir, tengja saman mælipunktana og saman mynda punktarnir og þríhyrningarnir yfirborð sem er hinn endanlegi botn. Þetta yfirborð er notað til magnreikninga. 

Hér má sjá þessi tvö yfirborð, punktaskýið þetta gráa frá hnitasetta smákortinu og botnmælinguna, bleika netið.

Hér er punktaskýið sem notað var við magnreikninga sýnt í lit. Blátt sýnir hvar landið er hæst en rautt hvar það er lægst. Á myndinni hér við hliðina er botnmælingin sýnd með sama hætti.

Í þessum tveim myndum kristallast munurinn á hefðbundnum yfirborðsmælingum og þessari nýju aðferð að mæla yfirborð með því að búa til hnitasett smákort. Með því að nýta hnitasett smákort í yfirborðsmælingar og magnreikninga þá er verið að auka verulega nákvæmni þessara útreikninga. 

Hér má sjá hnitasett smákort af malarnámu. 

Með því að nota punktskýið sem er hluti af hnitasetta smákortinu er einfalt að magntaka haugana sem er að finna í þessari námu. 

Hönnun

Breyttu bakgrunninum undir teikningunni í fallega litmynd af svæðinu og gerðu vinnuna skemmtilegri

 

 

Hér má sjá mæliblað frá Kópavogsbæ af Ögurhvarfi 4d og 4c. Í þessu umhverfi eða svipuðu hafa arkitektar og tæknimenn landsins verið að vinna í síðasta aldarfjórðunginn. Og ekkert að því enda gríðarleg framför frá því á tímum teikniborða og tússpenna.

 

 

Er þetta ekki miklu skemmtilegra umhverfi að vinna í?

Hér er svo hefðbundið skipulagskort af Garðabæ. 

Sjáið svo hvernig hluti af kortinu "kviknar til lífsins" þegar hnitasett smákort er lagt undir gamla Héðins reitinn.

 

Verður ekki öll vinnan við að deiliskipuleggja þennan reit miklu meira "lifandi" og skemmtilegri þegar unnið er ofan á svona litmynd af svæðinu?

Hnitaskrár

Ekkert er auðveldara en búa til hnitaskrár þegar notast er við hnitasettu smákortin

 

 

Þegar músinn er rennt yfir hnitasett smákort þá er hægt að sjá í flest öllum teikniforritum hnitin þar sem músin er stödd hverju sinni. Hér má sjá dæmi um slík í litla glugganun upp til vinstri. Þar stendur "Coordinates" og síðan gefin upp hnitin "Easting" og "Northing".

Með því að smella á ákveðinn punkt á teikningunni eins og hér er gert, sjá rauða ferhyrninginn á húshorninu, þá er nákvæm staðsetning á þessu horni geymd sem ákveðið hnit með ákveðnu heiti. Þetta er hægt að gera í öllum betri teikniforritum. Þannig er hægt að hnitasetja þetta raðhús á þessari teikningu og hnitasetta smákortinu.

Hér er eitt af húsunum upp í Húsafelli. Hornin á nýja byggingareitnum, sjá rauða flötinn, var hnitasettur með þeim hætti sem lýst hér fyrir ofan. Núverandi hús var hnitasett með því að "þysja" vel inn á myndina og staðsetja húshornin sjónrænt með músinni.

 

Hér má sjá hnitaskrána sem varð til þegar húsið á myndinni hér fyrir ofan og nýi byggingareiturinn voru hnitasett. Að hnitasetja hús og mannvirki á teikningum eða þau sem eru fyrir á staðnum hefur aldrei verið auðveldara, ódýrara og öryggara, þ.e. ef notuð eru hnitasettu smákortin okkar.

Til að hönnuður sé viss um að mannvirkið sem hann er að teikna fari niður þar sem hann vill að það fari niður þá er best að hönnuðurinn hnitasetji húsið sjálfur. En það er fleira en hús sem þarf að staðsetja. Má nefna stoðveggi, tröppur, ljósastaura, gangstéttir og bílastæði. Til að tryggja að allt fari niður á réttum stað er öruggast að búa til ýtarlega hnitaskrá. Ekkert er auðveldara með hnitasetta smákortinu.

Eins og byggt

Eitt af verkefnunum er að gera "Eins og byggt" teikningar

 

 

Þetta er mynd af hluta af sumarhúsabyggðinni í Húsafelli. Ekkert deiliskipulag er til af þessu svæði. Ástæðan er væntanlega kostnaðurinn sem liggur í því að útbúa það. Þá þarf að fá mælingamenn til að ganga allt svæðið og mæla upp vegi og hús. Mikil vinna fer í framhaldi í að teikna upp kortið eftir þessum mælingum.

 

En nú býðst einfaldari og ódýrari leið. Hnitasettu smákortin. Nú er hægt að setjast niður með slíkt kort og teikna beint upp af því vegina, bílastæðin og húsin.

Hér þarf ekki að fara á staðinn og mæla til að teikna inn þetta hús, bílastæðið og veginn. Bara draga upp línurnar og þær detta beint inn í það landhnitakerfi sem hnitasetta smákortið er í. Á þessari mynd er notað landhnitakerfið ISN93

Eftirlit og stjórnun

Loftmyndir og þrívíð myndlíkön við eftirlit og stjórnun

 

 

Loftmyndir og þrívíð myndlíkön sem hægt er að velta fram og til baka og þysja inn og út, þetta er ný vídd þegar kemur að öllu eftirlit og verkefnastjórn.

Hægt er að fylgjast með framvindu, hvernig verkið er unnið, með með hvaða tækjum, hver er að gera hvað og hvernig umgengni er á verkstað.

 

Með hnitasettu smákortunum er hægt að greina smæstu atriði.

Ekki spillir að fá samhliða þessu gott yfirlit yfir fjárhagslega stöðu verksins með því að reikna út þær breytingar sem hafa orðið í helstu magntölum, þ.e. greftri og fyllingu miðað við þau hnitasettu smákort sem áður hafa verið gerð. Þetta er fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að meta framvindu milli mánaða. Hér má sjá net þríhyrninga einmitt ætlaðir í slíka magnreikninga.

Hafðu samband í síma 566 7000 og pantaðu hjá okkur hnitasett smákort